Hildur Ýr Viðarsdóttir hefur tekið við af Sigurði Helga Guðjónssyni sem formaður stjórnar Húseigendafélagsins. Sigurður gaf ekki kost á sér til setu í stjórn á aðalfundi félagsins en hann hafði sinnt starfinu með hléum allt frá árinu 1977.

Húseigendafélagið eru hagsmunasamtök húseigenda á Íslandi og hafa starfað óslitið frá árinu 1923. Félagið er með rúmlega tíu þúsund meðlimi og tæplega 800 húsfélög.

Hildur Ýr Viðarsdóttir hefur tekið við af Sigurði Helga Guðjónssyni sem formaður stjórnar Húseigendafélagsins. Sigurður gaf ekki kost á sér til setu í stjórn á aðalfundi félagsins en hann hafði sinnt starfinu með hléum allt frá árinu 1977.

Húseigendafélagið eru hagsmunasamtök húseigenda á Íslandi og hafa starfað óslitið frá árinu 1923. Félagið er með rúmlega tíu þúsund meðlimi og tæplega 800 húsfélög.

Þá komu ný inn í stjórn félagsins Sæunn Björk Þorkelsdóttir, Andrea Sigurðardóttir og Sigmundur Grétar Hermannsson. Gestur Óskar Magnússon situr áfram í stjórn en hann var kjörinn til tveggja ára á síðasta ári.

Sæunn starfar sem VP innkaupastýringar hjá Controlant en hafði áður verið forstöðumaður innkaupastýringar og kostnaðareftirlits hjá Eimskip.

Andrea er blaðamaður á Morgunblaðinu og hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, síðast sem verkefnastjóri í samskiptum hjá Marel.

Sigmundur Grétar er húsasmíðameistari og eigandi Fagmats, en fyrirtækið sérhæfir sig í ástandsskoðun og rakamælingum fasteigna og faglegri ráðgjöf því viðvíkjandi.

Þá hefur Sigurður Orri Hafþórsson tekið við sem framkvæmdastjóri félagsins. Sigurður hefur starfað hjá Húseigendafélaginu frá árinu 2019 sem lögfræðingur og síðar lögmaður.