A4 hefur ráðið til sín þrjá n‎‏ýja sölustjóra. Í tilkynningu segir að ráðningarnar komi í kjölfar skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu vegna aukinna umsvifa á öllum sviðum.

Bylgja Bára Bragadóttir er nýr sölustjóri heildsölu. Bylgja Bára hefur yfir 15 ára starfsreynslu af sölustýringu, stjórnun og rekstri. Hún var framkvæmdastjóri og stofnandi frumkvöðlafyrirtækisins MIA og sölu- og viðskiptastjóri hjá Pennanum um árabil. Áður en hún hóf störf sem sölustjóri stórsölu hjá A4 árið 2016 starfaði hún sem rekstrarstjóri Johan Rönning.

Ásgrímur Helgi Einarsson er nýr sölustjóri fyrirtækjaþjónustu. Hann starfaði sem sölustjóri VÍS í 7 ár og síðar sem sölustjóri Mercedes-Benz hjá bílaumboðinu Öskju í nokkur ár. Þá starfaði hann um tíma sem viðskiptastjóri hjá fyrirtækjatorgi Arion banka og sem vörustjóri hjá Bílabúð Benna. Ásgrímur hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum en hann sat í stjórn KSÍ á árunum 2021–2022, var formaður knattspyrnudeildar Fram 2019–2021 og formaður Keilusambands Íslands 2015–2017.

Sigurveig Ágústsdóttir er nýr sölustjóri húsgagna. Sigurveig hefur starfað í húsgagnadeild A4 frá árinu 2017, fyrst sem viðskiptastjóri og síðar sem söluráðgjafi, og tekið þátt í uppbyggingu deildararinnar. Áður en hún hóf störf hjá A4 starfaði hún sem sérfræðingur hjá Arion banka. Sigurveig er með APME í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og diplóma í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.