Selma Soffía Guðbrandsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri GeoSilica Iceland. Greint er frá ráðningu hennar í fréttatilkynningu.

GeoSilica er leiðandi fyrirtæki í þróun og framleiðslu á náttúrulegum kísilbætiefnum, unnið úr jarðhitavatni jarðvarmavirkjana.

Í fréttatilkynningu segir að Selma sé menntaður mannauðsstjóri auk þess að hafa lokið gráðu í sálfræði. Hún hafi sankað að sér reynslu á vinnumarkaði, bæði hérlendis og erlendis, einkum á Spáni þar sem hún bjó og starfaði í þrjú ár.

„Hjá GeoSilica mun Selma beita sinni þekkingu og reynslu til að stuðla að áframhaldandi vexti og þróun fyrirtækisins. GeoSilica heldur áfram að notast við háþróaða tækni og hrein, náttúruleg steinefni sem finnast í íslenskum jarðvegi til að framleiða hágæða fæðubótarefni sem endurnýja líkamann á heilbrigðan og náttúrulegan hátt,“ segir í fréttatilkynningu.