Guðríður Eldey Arnardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðanda á Íslandi. Hún mun taka við starfinu af Pétri Blöndal, en hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra frá árinu 2013.

Starfssvið Guðríðar verður með áherslu á framþróun umhverfismála, öryggis- og heilbrigðismála og hún mun beita sér fyrir framþróun menntamála í áliðnaði. Hún mun auk þess sinna upplýsingagjöf til almennings og samskiptum við hagaðila, yfirvöld og fjölmiðla.

Guðríður Eldey Arnardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðanda á Íslandi. Hún mun taka við starfinu af Pétri Blöndal, en hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra frá árinu 2013.

Starfssvið Guðríðar verður með áherslu á framþróun umhverfismála, öryggis- og heilbrigðismála og hún mun beita sér fyrir framþróun menntamála í áliðnaði. Hún mun auk þess sinna upplýsingagjöf til almennings og samskiptum við hagaðila, yfirvöld og fjölmiðla.

„Ég hlakka til að hefja störf á nýjum og spennandi vettvangi. Ál hefur svo marga kosti, meðal annars er álið létt og endurvinnsluhlutfall þess er hátt. Álframleiðsla hér á landi er mikilvægt framlag til umhverfis- og loftlagsmála á heimsvísu, hér er framleiðsla áls eins umhverfisvæn og tækni dagsins í dag býður upp á, raforka til framleiðslunnar kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum og stöðugt hefur dregið úr kolefnislosun vegna framleiðslunnar sjálfrar,“ segir Guðríður, verðandi framkvæmdastjóri Samáls.

Guðríður hefur meðal annars unnið við markaðsmál, fjölmiðla- og kynningarmál og sinnt kjarasamningagerð. Hún kenndi raungreinar um árabil og hefur síðustu ár verið skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. Guðríður er með B.S gráðu í jarðfræði og diplómu í kennslufræði, viðskiptafræði og opinberri stjórnsýslu.