Nýtt Hugverkaráð Samtaka iðnaðarins hefur verið skipað en Hugverkaráð SI hefur undanfarin ár verið vettvangur umræðu um stöðu hugverkaiðnaðar á Íslandi, greininga og margvíslegrar stefnumótunar.

Í nýju Hugverkaráði SI, sem er skipað til ársins 2025, sitja:

- Tryggvi Hjaltason, Senior Strategist hjá CCP, sem er jafnframt formaður

- Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

- Gunnar Zoëga, forstjóri OK.

- Íris E. Gísladóttir, rekstrarstjóri Evolytes.

- Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir, lögfræðingur hjá Marel.

- Halldór Snær Kristjánsson, framkvæmdastjóri Myrkur Games.

- Guðmundur Árnason, fjármálastjóri Controlant.

- Klara Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri gæða- og skráningarmála hjá Kerecis.

- Bergþóra Halldórsdóttir, Chief of Staff hjá Borealis Data Centers.

- Róbert Helgason, framkvæmdastjóri KOT hugbúnaðarlausna og Autoledger.

Innan hugverkaiðnaðar eru meðal annars fyrirtæki í tölvuleikjaiðnaði, líf- og heilbrigðistækni, menntatækni, upplýsingatækni og hátækniframleiðslu.