„Það eru mikil tækifæri framundan fyrir CCEP á Íslandi. Ferðamönnum fjölgar hratt og neyslumynstur þeirra og Íslendinga er að breytast,“ segir Gestur Steinþórsson sem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Coca-Cola á Íslandi, en hann hefur séð um markaðsmál fyrir áfenga drykki hjá félaginu frá því í janúar í fyrra.

Hann segir gott að finna stuðninginn frá samstarfsfólki sínu, hvort sem það er á Íslandi eða að utan, en Coca-Cola á Íslandi er hluti af CCEP samsteypunni sem samanstendur af framleiðendum Coca Cola frá 29 löndum.

„Þegar við erum að glíma við flóknar áskoranir þá eru 28 lönd tilbúin að leggja hönd á plóg því við vinnum saman að árangri. Það er dýrmætt og ofboðslega mörg tækifæri í slíkri samvinnu, og saman ætlum við okkur enn stærri hluti á drykkjamarkaði.  Eftir að hafa verið einyrki og unnið fyrir misstór íslensk fyrirtæki þá er þetta helsti munurinn.“

„Það eru mikil tækifæri framundan fyrir CCEP á Íslandi. Ferðamönnum fjölgar hratt og neyslumynstur þeirra og Íslendinga er að breytast,“ segir Gestur Steinþórsson sem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Coca-Cola á Íslandi, en hann hefur séð um markaðsmál fyrir áfenga drykki hjá félaginu frá því í janúar í fyrra.

Hann segir gott að finna stuðninginn frá samstarfsfólki sínu, hvort sem það er á Íslandi eða að utan, en Coca-Cola á Íslandi er hluti af CCEP samsteypunni sem samanstendur af framleiðendum Coca Cola frá 29 löndum.

„Þegar við erum að glíma við flóknar áskoranir þá eru 28 lönd tilbúin að leggja hönd á plóg því við vinnum saman að árangri. Það er dýrmætt og ofboðslega mörg tækifæri í slíkri samvinnu, og saman ætlum við okkur enn stærri hluti á drykkjamarkaði.  Eftir að hafa verið einyrki og unnið fyrir misstór íslensk fyrirtæki þá er þetta helsti munurinn.“

Hann segist njóta þess að skora á sjálfan sig, hvort sem er í leik eða starfi.

„Ég er mikill pítsamaður og nýt þess þess að gera og borða pítsur. Þá var ekkert annað í stöðunni en að fara í tvær vikur til Flórens á Ítalíu til að læra ítalska pizzugerð og er ég í dag með diploma sem Pizzaiolo eða ítalskur pítsu- og brauðbakari, sem lýsir því kannski hvernig ég nálgast hlutina. Einnig smíða ég hnífa í frístundum, elda mat og baka, og svo er ég alltaf að reyna að finna tíma í golfið,“ segir Gestur sem segist vera mikil félagsvera.

Nánar er rætt við Gest í Viðskiptablaðinu sem kom út sl. miðvikudag, 24. janúar.