Hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur ráðið til sín fimm nýja starfsmenn í hóp hugbúnaðarþróunar og árangursdrifinna viðskiptatengsla. Allir starfsmennirnir hafa þegar hafið störf.

Þessar ráðningar munu styðja við vöxt og aukningu viðskiptavina PLAIO í Evrópu og Bandaríkjunum á komandi mánuðum, en fyrirtækið er með starfsstöðvar í Danmörku að Íslandi undanskildu.

Ásdís Birna Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem ráðgjafi innan innleiðingarteymis fyrirtækisins. Ásdís mun sjá um ráðgjöf til viðskiptavina og tryggja árangur þeirra með hugbúnaði PLAIO. Hún hefur undanfarin ár starfað hjá Alvotech við miðlæga verkefnastjórnun á framleiðsluferli.

Berglind Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem tæknilegur ráðgjafi. Hún útskrifaðist með M.Sc. í mannlegri gervigreind frá DTU í Danmörku á síðasta ári.

Bylgja Ýr Tryggvadóttir hefur verið ráðinn sem ráðgjafi innan innleiðingarteymis PLAIO. Bylgja hefur undanfarin sjö ár starfað sem þjónustustjóri hjá NOVA og kemur með öfluga reynslu þaðan til fyrirtækisins.

Kjartan Guðmundsson hefur verið ráðirn sem tæknileiðtogi (Tech Lead) reiknigreindar. Kjartan kemur til PLAIO frá DTE þar sem hann starfaði sem verkfræðingur í gervigreind, en áður starfaði hann hjá Controlant og sem verkfræðingur við róbotagerð í Bretlandi.

Róbert Andri Kristjánsson hefur verið ráðin sem tæknileiðtogi (Tech Lead) bakenda. Róbert var áður hjá Controlant þar sem hann sinnti starfi tæknileiðtoga innan vöruþróunar, en á undan því var Róbert meðal annars hjá Símanum og Advania.

„Við hjá PLAIO erum spennt að taka á móti þessu hæfileikaríka fólki, og teljum það sem hluta af okkar frábæra teymi. Viðskiptavinum og verkefnum hefur fjölgað mikið undanfarna mánuði og með nýjum verkefnum þarf fleira fólk,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO.