Vilhjálmur Theodór Jónsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður sölu hjá Vodafone. Honum verður falið að leiða söluleiðir á fjarskiptum og sjónvarpsáskriftum til einstaklinga og smærri fyrirtækja.

Vilhjálmur Theodór hefur starfað sem deildarstjóri hjá Vodafone við sölu og þjónustu til fyrirtækja á fjarskiptalausnum. Nú tekur hann við sviði sem sérhæfir sig í sölu til einstaklinga og smærri fyrirtækja ásamt því að auka nýtingu á tækni í söluferlum.

Vilhjálmur Theodór er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

„Við erum einstaklega ánægð að fá jafn öflugan aðila og Vilhjálm Theodór til þess að leiða söluteymi Vodafone. Við erum sífellt að leita leiða til þess að skapa aukið virði fyrir okkar viðskiptavini bæði einstaklinga og fyrirtækja. Að fá Vilhjálm Theodór til þess að leiða söluteymi Vodafone til einstaklinga og smærri fyrirtækja styrkir okkur í þeirri sóknarvegferð,“ segir Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu-og markaðsmála Vodafone.