Sara Fönn Jóhannesdóttir tekin inn í eigendahóp Deloitte 1. júní síðastliðinn. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Sara Fönn Jóhannesdóttir tekin inn í eigendahóp Deloitte 1. júní síðastliðinn. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Sara Fönn hóf störf hjá Deloitte árið 2016. Hún stýrir úttektum á innra eftirliti tölvukerfa, ráðgjöf við áhættustýringu fyrirtækja, innri endurskoðun fyrirtækja og stofnana og sinnir ráðgjöf við hönnun og uppsetningu innra eftirlits og skráningu verkferla, sem og áhættugreiningu viðskiptaferla.

Þá hefur Sara sérhæft sig á sviði jafnlaunavottunar og hefur aðstoðað mörg fyrirtæki við undirbúning jafnlaunavottunar og fylgt fyrirtækjum í gegnum allt ferlið.

Sara Fönn er með er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í Economics and Business Administration - Strategy, Organisation and Leadership frá Copenhagen Business School.

„Sara býr yfir viðamikilli reynslu og góðum tengslum við viðskiptalíf og samstarfsfólk sem mun efla starfsemi Deloitte enn frekar. Við bjóðum Söru innilega velkomna í hópinn,“ segir Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte.