Sigurður Karlsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri ILVA ehf., ein af stærstu húsgagnaverslunum landsins. Hann kemur til ILVA frá EY á íslandi þar sem hann starfaði sem sérfræðingur í endurskoðun og sinnti einnig starfi framkvæmdastjóra iCert vottunarstofu.

Áður starfaði Sigurður sem framkvæmdastjóri Basko sem átti og rak meðal annars verslanir 10-11.

„Ég er virkilega spenntur fyrir því að fá að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og vexti félagsins. ILVA býður viðskiptavinum sínum upp á vandaða danska hönnun í bland við sérvalda gjafavöru.“

Sigurður er með meistarapróf í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík, MBA-próf frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfamiðlun.

„Við erum mjög spennt fyrir því að fá Sigurð til liðs við okkur. Hann býr yfir mikilli reynslu sem mun nýtast vel í áframhaldandi uppbyggingu félagsins. Sigurður er reyndur kaupmaður sem kann að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna,“ segir Þórarinn Ólafsson forstjóri Lagersins Iceland ehf móðurfélags ILVA.