„Við stækkun álversins í Straumsvík árið 1995 var það gallhörð stefna stjórnenda ÍSAL að hafa þá framkvæmd íslenska," segir Sigurður St. Arnalds fyrrverandi stjórnarformaður Mannvits en fyrirtækið fagnar 50 ára afmæli í ár.
„Eftir að þeim framkvæmdum lauk var ljóst að íslenskir tæknimenn gætu haft umsjón með svona framkvæmd um. Þetta varð til þess að þegar farið var í byggingu Norðuráls sáu íslenskir aðilar að mestu um þá framkvæmd. Útlendingar og Íslendingar voru hins vegar í samvinnu um byggingu álvers Alcoa á Reyðarfirði enda var það mjög stór framkvæmd.“
Sigurður segir að í byggingu stórra og flókinna verksmiðja hafi ÍSAL brotið ísinn fyrir íslenska verk fræðinga.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.