„Ég hóf feril minn hjá Icelandair í tekjustýringu og því er þetta svolítið eins og að vera komin heim,“ segir Ásdís Sveinsdóttir sem hefur tekið við starfi forstöðumanns tekjustýringar- og fargjaldadeildar Icelandair.

Hún hóf störf hjá Icelandair árið 2009 og starfaði fyrst á sviði tekjustýringar og rekstrarstýringar. Frá árinu 2017 hefur hún gegnt mikilvægu hlutverki við skipulag leiðakerfis og árið 2021 tók hún við sem forstöðumaður deildarinnar.

„Fyrir utan stærra og flóknara leiðakerfi með fleiri áfangastöðum og tengimöguleikum en áður þá hefur verið töluverð þróun bæði í tekjustýringunni sjálfri og ekki síst tekjustraumunum en fyrir utan hefðbundna farmiðasölu er almennt meiri áhersla á hliðartekjur en áður. Það er því í mörg horn að líta og ég hlakka til að koma mér inn í hlutina,“ bætir Ásdís við.

„Ég hóf feril minn hjá Icelandair í tekjustýringu og því er þetta svolítið eins og að vera komin heim,“ segir Ásdís Sveinsdóttir sem hefur tekið við starfi forstöðumanns tekjustýringar- og fargjaldadeildar Icelandair.

Hún hóf störf hjá Icelandair árið 2009 og starfaði fyrst á sviði tekjustýringar og rekstrarstýringar. Frá árinu 2017 hefur hún gegnt mikilvægu hlutverki við skipulag leiðakerfis og árið 2021 tók hún við sem forstöðumaður deildarinnar.

„Fyrir utan stærra og flóknara leiðakerfi með fleiri áfangastöðum og tengimöguleikum en áður þá hefur verið töluverð þróun bæði í tekjustýringunni sjálfri og ekki síst tekjustraumunum en fyrir utan hefðbundna farmiðasölu er almennt meiri áhersla á hliðartekjur en áður. Það er því í mörg horn að líta og ég hlakka til að koma mér inn í hlutina,“ bætir Ásdís við.

Hún segir helstu áskorunina framundan að takast á við bókunargluggann fyrir næsta sumar, sem allar líkur eru á að verði það stærsta í sögu flugfélagsins. „Ég myndi segja að skilningur minn á leiðakerfinu og hvernig það er uppsett hjálpi mér mikið í nýju starfi, enda spilar þetta mikið saman. Áður vann ég á rekstrarstýringarsviði og vann þar verkefni þvert á fyrirtækið sem kynnti mig fyrir ýmsum og ólíkum öngum í rekstri félagsins. “

Ásdís er mikil skíðamanneskja, en hún hefur stundað íþróttina frá þriggja ára aldri. „Ég er mikil skíðamanneskja og almennt mikil vetrarkona. Ég hef verið á skíðum frá því að ég var þriggja ára, en pabbi minn er ættaður frá Ísafirði og er mikill skíðagarpur. Þetta varð þannig snemma fjölskylduhobbíið og ég hef haldið því til haga, en báðir strákarnir mínir eru á skíðum,“ bætir Ásdís við.

Nánar er rætt við Ásdísi í Viðskiptablaðinu sem kom út sl. miðvikudag, 7. febrúar.