Thelma Thorarensen hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Keahótelum ehf. Thelma mun, sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, stýra starfsemi tíu hótela félagsins sem staðsett eru í Reykjavík og á landsbyggðinni.

Hún hefur viðamikla reynslu í hótel- og veitingahúsarekstri en var meðal annars stjórnandi hjá Íslandshótelum til fjölda ára, kom þar að opnun stærsta hótels Íslands sem aðstoðarhótelstjóri og tók síðar við stöðu hótelstjóra.

Thelma Thorarensen hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Keahótelum ehf. Thelma mun, sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, stýra starfsemi tíu hótela félagsins sem staðsett eru í Reykjavík og á landsbyggðinni.

Hún hefur viðamikla reynslu í hótel- og veitingahúsarekstri en var meðal annars stjórnandi hjá Íslandshótelum til fjölda ára, kom þar að opnun stærsta hótels Íslands sem aðstoðarhótelstjóri og tók síðar við stöðu hótelstjóra.

Thelma hefur þá stýrt stærstu hótelum landsins ásamt veitingastöðum og ráðstefnusölum, setið í fagnefndum og komið að ýmsum stefnumótunarverkefnum. Frá árinu 2020 hefur hún einnig starfað sem kennari í hótel- og veitingahúsarekstri við Opna Háskólann í Reykjavík, en það nám er í samstarfi við César Ritz-háskólann í Sviss. Áður gegndi Thelma stöðu siðameistara hjá sendiráði Bandaríkjanna hér á landi.

Thelma lauk BA-gráðu í alþjóðaviðskiptum í hótel- og ferðamálarekstri árið 2010. Áður lauk hún diplómanámi í hótel- og veitingahúsarekstri frá Menntaskólanum í Kópavogi í samstarfi við César Ritz.