Internet á Íslandi hf. (ISNIC), sem sér um rekstur og skráningu .is léna, hagnaðist um 151 milljón króna í fyrra, samanborið við 122 milljóna hagnað árið 2022. Tekjur félagsins jukust einnig og námu 444 milljónum í fyrra.

Internet á Íslandi hf. (ISNIC), sem sér um rekstur og skráningu .is léna, hagnaðist um 151 milljón króna í fyrra, samanborið við 122 milljóna hagnað árið 2022. Tekjur félagsins jukust einnig og námu 444 milljónum í fyrra.

Eigið fé nam 108 milljónum í árslok en félagið keypti eigin hluti fyrir 67 milljónir á árinu, sem fært var til lækkunar á eigið fé, og greiddi 113 milljónir í arð.

Hlutafé félagsins nam 19,1 milljón í árslok og voru hluthafar 21 talsins í árslok. Jens Pétur Jensen er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi félagsins en stjórn félagsins leggur til að greiða 84 milljónir í arð í ár vegna rekstrarársins 2023.

Lykiltölur / Internet á Íslandi hf.

2023 2022
Tekjur 444 413
Eigið fé 108 137
Greiddur arður 113 118
Afkoma 151 122
- í milljónum króna