Samhliða hallarekstri sveitarfélaganna hafa skuldir almennt aukist en staðan er þó misjöfn milli sveitarfélaga. Skuldahlutfall sex stærstu sveitarfélaganna, þ.e. heildarskuldir sem hlutfall af heildartekjum A-hluta, var hæst hjá Hafnarfjarðarbæ, tæplega 132%, og Garðabæ, rúmlega 131%, en minnst hjá Akureyrarbæ, 102%, og Kópavogsbæ, 105%.

Samhliða hallarekstri sveitarfélaganna hafa skuldir almennt aukist en staðan er þó misjöfn milli sveitarfélaga. Skuldahlutfall sex stærstu sveitarfélaganna, þ.e. heildarskuldir sem hlutfall af heildartekjum A-hluta, var hæst hjá Hafnarfjarðarbæ, tæplega 132%, og Garðabæ, rúmlega 131%, en minnst hjá Akureyrarbæ, 102%, og Kópavogsbæ, 105%.

Þróunin hefur þó verið misjöfn. Hlutfallið hefur til að mynda farið lækkandi hjá Reykjanesbæ, þar sem það var mest tæplega 250% árið 2014, sem og hjá Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ og Akureyrarbæ. Hjá Garðabæ og Reykjavíkurborg hefur hlutfallið aftur á móti aukist en það var undir 100% um tíma hjá báðum.

Hvað skuldaviðmið A-hluta varðar, þar sem tillit er tekið til lífeyrisskuldbindinga og leiguskuldbindinga ríkissjóðs, var það lægst hjá Akureyrarbæ, 56% en 82% hjá Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ, og Hafnarfjarðarbæ, 88% hjá Reykjanesbæ og 109% hjá Garðabæ. Lögbundið hámark er 150%.

Mest veltufé hjá Reykjanesbæ

Veltufé frá rekstri, sem segir síðan til um hversu vel reksturinn stendur til að standa undir afborgunum af lánum og fjárfestingum, var í fyrra jákvætt hjá öllum sveitarfélögum nema Garðabæ. Árið 2022 var það neikvætt hjá Reykjavíkurborg og Garðabæ.

Sé það sett í samhengi við íbúafjölda sést að veltufé frá rekstri hefur sveiflast nokkuð milli ára. Á síðustu tíu árum hefur veltufé frá rekstri á hvern íbúa verið mest hjá Reykjanesbæ. Framan af var Garðabær einnig ofarlega á lista en veltufé frá rekstri sem hlutfall af íbúafjölda hefur farið stöðugt lækkandi frá árinu 2016.

Hjá Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðabæ hefur veltufé frá rekstri einnig að jafnaði dregist saman á tímabilinu en haldist stöðugt hjá Kópavogsbæ og aukist hjá Reykjanesbæ og Akureyrarbæ.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.