Jakobsson Capital, greiningarfyrirtæki Snorra Jakobssonar, hagnaðist um tæplega 10 milljónir króna á árinu 2022 samanborið við 16,6 milljón króna hagnað árið 2021.

Tekjur stóðu í stað á milli ára og námu 47 milljónum króna. Eigið fé í lok árs nam 11 milljónum króna en var 18,7 milljónir króna árið áður.

Jakobsson Capital býður m.a. upp á greiningarþjónustu í áskrift, sem felst í ársfjórðungslegu verðmati á helstu fyrirtækjum í Kauphöll, verðbólguspám og greiningum á mörkuðum.

Jakobsson Capital, greiningarfyrirtæki Snorra Jakobssonar, hagnaðist um tæplega 10 milljónir króna á árinu 2022 samanborið við 16,6 milljón króna hagnað árið 2021.

Tekjur stóðu í stað á milli ára og námu 47 milljónum króna. Eigið fé í lok árs nam 11 milljónum króna en var 18,7 milljónir króna árið áður.

Jakobsson Capital býður m.a. upp á greiningarþjónustu í áskrift, sem felst í ársfjórðungslegu verðmati á helstu fyrirtækjum í Kauphöll, verðbólguspám og greiningum á mörkuðum.

Jakobsson Capital ehf.

2022 2021
Rekstrartekjur 47 47
Eignir 19 25
Eigið fé 11 19
Hagnaður 10 17
Lykiltölur í milljónum króna.