Íslensk erfðagreining hagnaðist um tæplega 1,1 milljarð króna á síðasta ári, samanborið við 1,8 milljarða hagnað árið 2021.

Rekstrartekjur námu rúmlega 12 milljörðum og drógust saman um 4,8 milljarða frá fyrra ári.

Hlutafé félagsins var lækkað um 30,3 milljónir dala að nafnvirði, sem jafngildir 4,3 milljörðum króna, í fyrra. Félagið er í eigu bandaríska lyfjafyrirtækisins Amgen.

Lykiltölur / Íslensk erfðagreining

2022 2021
Tekjur 12.045  16.876
Eignir 8.486  12.654
Eigið fé 6.374  8.807
Afkoma 1.094  1.816
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.