Stoðir, eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, hagnaðist um 2,6 milljarða króna á síðasta ári. Árið 2022 tapaði félagið 3,75 milljörðum króna eftir að hafa hagnast um tæplega 20 milljarða árið 2021. Eigið fé Stoða nam rúmlega 49 milljörðum króna í lok síðasta árs sem samsvaraði innra virði upp á 3,94 krónur á hlut. Ávöxtun hluthafa Stoða var því jákvæð um 5,6% á síðasta ári. Aðalfundur félagsins verður haldinn 18. apríl og verður þar m.a. tekin fyrir tillaga um greiðslu arðs til hluthafa upp á einn milljarð króna.

Stoðir, eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, hagnaðist um 2,6 milljarða króna á síðasta ári. Árið 2022 tapaði félagið 3,75 milljörðum króna eftir að hafa hagnast um tæplega 20 milljarða árið 2021. Eigið fé Stoða nam rúmlega 49 milljörðum króna í lok síðasta árs sem samsvaraði innra virði upp á 3,94 krónur á hlut. Ávöxtun hluthafa Stoða var því jákvæð um 5,6% á síðasta ári. Aðalfundur félagsins verður haldinn 18. apríl og verður þar m.a. tekin fyrir tillaga um greiðslu arðs til hluthafa upp á einn milljarð króna.

Þetta kemur fram í bréfi Jóns Sigurðssonar, forstjóra Stoða, til hluthafa. Venju samkvæmt fer Jón um víðan völl í bréfi sínu og snertir á hinum ýmsu málefnum sem hafa áhrif á fjárfestingaumhverfið á Íslandi. Forstjórinn segir gæta mikils misskilnings í opinberri umræðu um að fjárfestar og bankar hagnist mikið á háum vöxtum. Þeir sem haldi slíku fram hafi lítinn skilning á gangverki markaða en í vaxtahækkunum undanfarinna ára hafi eignasöfn fjárfesta, sem séu fyrst og fremst lífeyrissjóðir, skilað lélegri ávöxtun. Til að mynda hafi þurft að leita meira en 100 ár aftur í tímann til að finna jafn slaka ávöxtun og árið 2022. „Bankar á Íslandi eru síðan í fararbroddi í Evrópu, og líklega á heimsvísu, í að skila vaxtahækkunum til innlánseigenda, þannig að vaxtamunur hefur aukist mun minna hér en annars staðar. Jafnframt hafa háir vextir – eins og markmið þeirra er – neikvæð áhrif á umsvif í viðkomandi hagkerfum sem þýðir lægri þóknanatekjur í rekstri fjármálafyrirtækja,“ skrifar Jón.

Hann bendir á að enginn skortur sé á þeim sem telji það góða hugmynd að auka skattbyrði bankanna enn frekar þrátt fyrir að íslensku bankarnir séu nú þegar skattpíndustu fjármálafyrirtæki Evrópu. „Ef íslensku bankarnir væru skattlagðir eins og önnur fyrirtæki í landinu gæti vaxtamunur þeirra verið hátt í 20% minni án þess að arðsemi á eigin fé minnkaði.“

Þá virðist enginn vilja taka á rót vandans í íslensku bankakerfi, sem séu óhóflegar eiginfjárkröfur sem kosti íslensk heimili og fyrirtæki líklega meira en 30 milljarða króna á ári. „Nýlega voru fréttir af því að bankamálaráðherra Bretlands hefði áhyggjur af áhugaleysi fjárfesta á að fjárfesta í breskum bönkum – því hann virðist átta sig á því að til þess að fjármálakerfi virki þarf öfluga banka sem geta sótt sér bæði lánsfé og eigið fé. Hér á landi virðist markmiðið þveröfugt. Það er umhugsunarefni að þær auknu eiginfjárkröfur sem gerðar eru til bankanna skila sér hvorki í betri fjármögnunarkjörum né betra lánshæfismati. Auk þess er erlend fjárfesting í bankakerfinu hverfandi.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér og fréttina í heild hér.