Tæplega 2,9 milljarða króna halli varð af rekstri A- og B-hluta Reykjavíkurborgar á fyrstu níu mánuðum ársins. Til samanburðar gerði fjárhagsáætlun borgarinnar ráð fyrir afgangi upp á 9,9 milljarða á tímabilinu og var afkoman því 12,8 milljörðum lakari en áætlun gerði ráð fyrir.

„Helstu frávik frá áætlun má rekja til fjármagnsliðar eða 8,8 ma.kr. Skýrist það af hærri verðbólgu á tímabilinu en áætlun gerði ráð fyrir, auk hækkunar vaxta. Önnur helstu frávik voru í hærri launakostnaði A-hluta, hækkun lífeyrisskuldbindingar og minni matsbreytingum fjárfestingaeigna Félagsbústaða,“ segir í afkomutilkynningu borgarinnar.

Tæplega 2,9 milljarða króna halli varð af rekstri A- og B-hluta Reykjavíkurborgar á fyrstu níu mánuðum ársins. Til samanburðar gerði fjárhagsáætlun borgarinnar ráð fyrir afgangi upp á 9,9 milljarða á tímabilinu og var afkoman því 12,8 milljörðum lakari en áætlun gerði ráð fyrir.

„Helstu frávik frá áætlun má rekja til fjármagnsliðar eða 8,8 ma.kr. Skýrist það af hærri verðbólgu á tímabilinu en áætlun gerði ráð fyrir, auk hækkunar vaxta. Önnur helstu frávik voru í hærri launakostnaði A-hluta, hækkun lífeyrisskuldbindingar og minni matsbreytingum fjárfestingaeigna Félagsbústaða,“ segir í afkomutilkynningu borgarinnar.

A-hlutinn rekinn með 1,4 milljarða halla

A-hluti Reykjavíkurborgar var rekinn með 1,4 milljarða halla á fyrstu níu mánuðum ársins en áætlun gerði ráð fyrir 754 milljóna afgangi á tímabilinu.

Rekstrartekjur A-hlutans námu 130,2 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins, þar af voru skatttekjur um 101,9 milljarðar. Skatttekjur borgarinnar, sem jukust um 15% milli ára, voru um 4,2 milljörðum yfir áætlun.

Í tilkynningu borgarinnar segir að frávik í rekstrargjöldum hafi varið 6,5 milljörðum yfir áætlun, þar af var frávik í rekstri skóla- og frístundasviðs 2,8 milljarðar og breyting lífeyrisskuldbindingar 1,5 milljarðar. Jafnframt var fjármagnskostnaður 243 milljónir yfir áætlun, þar af voru vaxta- og verðbótagjöld 1,6 milljörðum hærri en áætlað var.

„Á móti kom að arðgreiðslur voru 1,3 [milljörðum króna] yfir áætlun.“

Fjölgun barna í einkareknum skólum meðal skýringa

Í skýrslu stjórnar er nánar gert grein fyrir frávikum í rekstrargjöldum. Þar segir m.a. að kostnaður hjá skóla‐ og frístundasviði vegna aukins stuðnings við börn af erlendum uppruna og hátt veikindahlutfall bæði hjá skóla‐ og frístundasvið og velferðarsviði, sem og orlofstaka starfsfólks á velferðarsviði á uppsöfnuðu orlofi hafa kallað á aukna mönnun.

Þá hafi annar rekstrarkostnaður verið nærri 2,2 milljörðum umfram fjárheimildir en kostnaður vegna verðlagshækkana m.a. í mötuneytum skóla, aukin fjöldi barna í einkareknum skólum og í skólum nágrannasveitarfélaga, snjóþungur vetur og vistgreiðslur vegna barna með þroska‐ og geðraskanir voru helstu ástæður frávika að sögn borgarinnar.