Indó sparisjóður tapaði 349 milljónum króna á sínu fyrsta formlega starfsári 2023 samanborið við 196 milljóna tap árið áður.

Félagið fékk starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands 15. febrúar 2022 og opnaði formlega á veltureikninga fyrir almenning í lok janúar í fyrra. Á árinu 2024 stefnir félagið á að hefja útlánastarfsemi sem verður í formi yfirdráttarlána í hið minnsta fyrst um sinn.

Á síðasta ári voru tæplega 1,5 milljarðar króna greiddir inn í félagið í formi nýs hlutafjár, að teknu tilliti til yfirverðs, og fjárfesti félagið fyrir um 250 milljónir.

Indó sparisjóður tapaði 349 milljónum króna á sínu fyrsta formlega starfsári 2023 samanborið við 196 milljóna tap árið áður.

Félagið fékk starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands 15. febrúar 2022 og opnaði formlega á veltureikninga fyrir almenning í lok janúar í fyrra. Á árinu 2024 stefnir félagið á að hefja útlánastarfsemi sem verður í formi yfirdráttarlána í hið minnsta fyrst um sinn.

Á síðasta ári voru tæplega 1,5 milljarðar króna greiddir inn í félagið í formi nýs hlutafjár, að teknu tilliti til yfirverðs, og fjárfesti félagið fyrir um 250 milljónir.

Fjöldi notenda indó hefur aukist hratt á síðustu misserum. Í nýlegri umfjöllun Viðskiptablaðsins sagði Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnenda indó, að mánaðarlegur fjöldi einstakra færslna væri farinn að slaga hátt í milljón. Á þann mælikvarða sé indó nú kominn með um 10% markaðshlutdeild.

indó sparisjóður hf

2023 2022
Innlán frá viðskiptavinum 11.531 172
Eignir 13.110 903
Eigið fé 1.462 344
Tap -349 -196
Lykiltölur í milljónum króna.