Hugbúnaðarfyrirtækið 50skills hefur tryggt sér 360 milljóna króna fjármögnun frá vísissjóðinum Frumtaki III. Fyrirtækið sérhæfir í ráðningalausnum og auðveldar fyrirtækjum að taka á móti og virkja nýja starfsmenn.
Fjármagnið verður nýtt til áframhaldandi þróunar á lausnum og uppbyggingar á sölu- og markaðsstarfi í Bretlandi og á Norðurlöndunum. Nú þegar eru lausnir fyrirtækisins notaðar í yfir 20 löndum og hafi lausnir fyrirtækisins notið vinsælda á meðal stórra vinnustaða hér á landi, þar á meðal Icelandair, PLAY, Securitas, IKEA og Vodafone.
Frumtak III er sjö milljarða króna vísissjóður sem rekinn er af Frumtak Ventures. Nánar er hægt að lesa um Frumtak Ventures hér .