Bandaríska póstþjónustan (e. The U.S. Postal Services), póstþjónustufélag á vegum bandaríska ríkisins, tapaði 6,5 milljörðum dala á síðasta rekstrarári, sem lauk 30. september síðastliðinn. Að sama skapi greindi félagið frá því að það reiknaði ekki með að vera rekið réttu megin við núllið á yfirstandandi rekstrarári. Reuters greinir frá.

Tekjur félagsins lækkuðu um 0,4% í samanburði við rekstrarárið á undan og námu 78,2 milljörðum dala. Louis DeJoy, forstjóri Bandarísku póstþjónustunnar, segir í samtali við Reuters 2,6 milljarða dala vaxtakostnað hafa sett strik í reikninginn en umræddur kostnaður hafi verið hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

„Við erum óánægð með þessa rekstrarniðurstöðu,“ sagði hann jafnframt, ómyrkur í máli.

Bandaríska póstþjónustan (e. The U.S. Postal Services), póstþjónustufélag á vegum bandaríska ríkisins, tapaði 6,5 milljörðum dala á síðasta rekstrarári, sem lauk 30. september síðastliðinn. Að sama skapi greindi félagið frá því að það reiknaði ekki með að vera rekið réttu megin við núllið á yfirstandandi rekstrarári. Reuters greinir frá.

Tekjur félagsins lækkuðu um 0,4% í samanburði við rekstrarárið á undan og námu 78,2 milljörðum dala. Louis DeJoy, forstjóri Bandarísku póstþjónustunnar, segir í samtali við Reuters 2,6 milljarða dala vaxtakostnað hafa sett strik í reikninginn en umræddur kostnaður hafi verið hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

„Við erum óánægð með þessa rekstrarniðurstöðu,“ sagði hann jafnframt, ómyrkur í máli.