Meiri­hluti svarenda í skoðanakönnun Prósents er óánægður með áform Lands­bank­ans um kaup á Tryggingarmiðstöðinni.

Spurt var  „Hversu ánæg/ð/ð​ur/​t) eða óánæg(ð/ð​ur/​t) eru með áform Lands­bank­ans um kaup á trygg­ing­ar­fé­lag­inu TM?“

55% svar­enda sögðust óánægð með áformin, 32% svöruðu hvorki né en aðeins 13% sögðust vera ánægð.

Þegar litið er á afstöðu svarenda með tilliti til aldurs er mest óánægja hjá aldurshópnum 35 til 44 ára, en 66% þeirra er óánægður með kaupin.

Minnst óánægja er hjá þeim sem eru 18 til 24 ára, eða 33%.

Karl­ar frek­ar ánægðir en kon­ur

Aðeins 7% kvenna sögðust ánægðar með kaupin, 60% kvenna sögðust óánægðar með kaupin en 33% svöruðu hvorki né.

Karlar eru ánægðari en 18% þeirra sögðust ánægðir með kaupin, 49% sögðust óánægðir en 32% svöruðu hvorki né.

Könnunin var gerð 20. febrúar til 27. mars og var netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið taldi 1900 manns og var svarhlutfall 51%.