Seðlabanki Íslands hefur haldið stýrivöxtum stöðugum í 9,25% frá því í ágúst 2023 þegar bankinn hækkaði vextina um 50 punkta úr 8,75%. Hjalti Óskarsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir hávaxtaumhverfið um þessar mundir koma niður á bæði launþegum og atvinnurekendum með mismunandi hætti.

„Háir vextir draga úr ráðstöfunartekjum heimila með lán og með sama hætti koma háir vextir atvinnurekendum ekki vel. Manni hefur fundist fókusinn í núverandi kjaraviðræðum vera að ná verðbólgu og vöxtum niður, og að hóflegri launahækkanir og lengri samningar séu jafnvel á boðstólum, sem er jákvætt.“

Seðlabanki Íslands hefur haldið stýrivöxtum stöðugum í 9,25% frá því í ágúst 2023 þegar bankinn hækkaði vextina um 50 punkta úr 8,75%. Hjalti Óskarsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir hávaxtaumhverfið um þessar mundir koma niður á bæði launþegum og atvinnurekendum með mismunandi hætti.

„Háir vextir draga úr ráðstöfunartekjum heimila með lán og með sama hætti koma háir vextir atvinnurekendum ekki vel. Manni hefur fundist fókusinn í núverandi kjaraviðræðum vera að ná verðbólgu og vöxtum niður, og að hóflegri launahækkanir og lengri samningar séu jafnvel á boðstólum, sem er jákvætt.“

Í núverandi kjaraviðræðum hefur verið lögð mikil áhersla á aðkomu ríkisins að samningaborðinu, einkum með því að auka umfang bótakerfisins. Hjalti segir enn óljóst hvernig slíkar aðgerðir ríkisins muni hafa áhrif á verðbólguna og vaxtaákvarðanir í kjölfarið. Það fari allt eftir umfangi aðgerðanna og hvernig þær séu fjármagnaðar.

„Ef þetta verður gert þannig að fólk hefur töluvert meira af ráðstöfunarfé en áður, þá hefur það auðvitað eftirspurnaráhrif.“ Á endanum fer það síðan eftir því hvernig aðgerðirnar eru fjármagnaðar og hversu umfangsmiklar þær verða.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út sl. miðvikudag, 7. febrúar.