Fyrir tæpum tveimur vikum komst um­boðs­maður Al­þingis að þeirri niður­stöðu að reglum stjórn­sýslu­laga um sér­stakt hæfi hefði ekki verið fylgt við undir­búning og sölu á 22,5% hlut ríkisins í Ís­lands­banka. Fjár­mála­ráð­herra hefði brostið hæfi vegna þess að eignar­halds­fé­lagið Haf­silfur sem er í eigu föður hans keypti 0,1042% hlut.

Bjarni Bene­dikts­son sagði af sér sem fjár­mála­ráð­herra í kjöl­far á­litsins en skömmu áður sagði hann á blaða­manna­fundi að þar væri margt sem orkaði tví­mælis og í beinni and­stöðu við þær ráð­leggingar sem hann hafði fengið sem ráð­herra.

Í gögnum sem ráðu­neytið birti í kjöl­far niður­stöðunnar sem og sam­tölum Við­skipta­blaðsins við lög­menn á sviði stjórn­sýslu­réttar eru einna helst gerðar at­huga­semdir við hversu lítið hags­muna­mat um­boðs­maður fer í. Ekkert sé fjallað um fjár­hæðina í tengslum við efna­hags­stærð Haf­silfurs eða stærð út­boðsins í tengslum við hvort sér­stakir eða veru­legir hags­munir séu undir.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði