Sam­kvæmt á­liti sendi­nefndar Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðsins hefur styrk og sam­ræmd stjórn efna­hags­mála dregið úr ó­jafn­vægi innan­lands og gagn­vart út­löndum.

Hins vegar þegar kemur að opin­berum fjár­málum er frekari að­gerða þörf til að ná fram því að­haldi sem fyrir­hugað er til meðal­langs tíma. Sendi­nefndin bendir einnig ríkis­stjórninni á að ó­fyrir­séð út­gjöld í að­draganda þing­kosninga á næsta ári muni ýta undir verð­bólgu.

Sendi­nefndin hefur átt við­ræður við ís­lensk stjórn­völd og aðra hag­aðila síðustu tvær vikur. Við­ræðurnar eru hluti af ár­legri út­tekt sjóðsins á stöðu og horfum í ís­lensku at­vinnu­lífi (e. Artic­le IV Consulta­tion). Hlið­stæðar út­tektir eru gerðar á hverju ári í öllum aðildar­löndum sjóðsins. For­maður sendi­nefndar sjóðsins að þessu sinni var Magnus Saxega­ard.

„Heilt á litið eru horfur góðar og á­hætta í jafn­vægi. Nú þegar hægir á í hag­kerfinu ætti efna­hags­stefnan að tryggja mjúka lendingu, ná verð­bólgu niður í mark­mið og auka smám saman vara­sjóði til að auka við­náms­þrótt gegn á­föllum í fram­tíðinni. Á­fram­haldandi árangur í að inn­leiða helstu ráð­leggingar sjóðsins úr út­tekt á fjár­mála­kerfinu sem lauk 2023 (FSAP) er mikil­vægur til að styðja við fjár­mála­stöðug­leika,“ segir í skýrslunni.

Að mati AGS ættu kerfis­um­bætur að miða að því að hlúa að ný­sköpun og við­halda árangri í að auka fjöl­breytni í ís­lensku efna­hags­lífi á­samt því að hraða grænni um­breytingu.

Í skýrslunni segir að sam­ræmd að­halds­samari stjórn efna­hags­mála hafi náð að draga úr inn­lendu og er­lendu ó­jafn­vægi í þjóðar­búinu sem skapaðist í kjöl­far heims­far­aldursins.

Um­svif í þjóðar­búinu voru tölu­vert yfir fram­leiðslu­getu árið 2022 og snemma árs 2023 og var þrótt­mikill 4,1% hag­vöxtur árið 2023.

„Nokkuð dró hins vegar úr vextinum undir árs­lok og fram­leiðslu­spenna hefur nánast horfið þökk sé háum vöxtum og að­halds­samri ríkis­fjár­mála­stefnu sem hafa hægt á neyslu og fjár­festingu sam­hliða því að auka sparnað heimila,“ segir í skýrslunni.

Verðbólga um 4,8% í árslok

Sam­kvæmt spá AGS er búist við því að á­fram­haldandi að­halds­söm efna­hags­stefna muni draga úr hag­vexti til skemmri tíma en horfur til meðal­langs tíma eru á­fram hag­stæðar.

Búist er við að hag­vöxtur minnki í 1,7% árið 2024 vegna minni inn­lendrar eftir­spurnar og hægari vaxtar neyslu ferða­manna, en aukist svo í 2% árið 2025 sam­hliða losun á peninga­legu að­haldi og nokkurs bata í vexti einka­neyslu og fjár­festingar.

AGS spáir því að verð­bólga hjaðni í 4,8% í árs­lok 2024 og 2,8% í árs­lok 2025 sam­hliða veikari inn­lendri eftir­spurn, hóf­samri hækkun inn­flutnings­verðs og minni hækkun hús­næðis­verðs.

„Hag­vaxtar­horfur til meðal­langs tíma eru á­fram hag­stæðar þar sem vænst er að aukin ný­sköpun muni auka fram­leiðni og að inn­flutningur vinnu­afls haldi á­fram að styðja við vaxandi at­vinnu. Á­hætta hvað varðar efna­hags­horfur er heilt yfir í jafn­vægi.“

Að mati AGS gæti aukin eld­virkni á Reykja­nes­skaga valdið frekari efna­hags­legum skaða og krafist aukins stuðnings hins opin­bera. Meiri launa­hækkanir en búist er við og hærra inn­flutnings­verð vegna ó­tíma­bærrar losunar á peninga­legu að­haldi í þróuðum ríkjum gæti leitt til þrá­látari verð­bólgu.

„Meiri launa­hækkanir en búist er við og hærra inn­flutnings­verð vegna ó­tíma­bærrar losunar á peninga­legu að­haldi í þróuðum ríkjum gæti leitt til þrá­látari verð­bólgu. Ó­fyrir­séð aukning ríkis­út­gjalda í að­draganda þing­kosninga árið 2025 gæti tafið að­lögun ríkis­fjár­mála og ýtt undir verð­bólgu,“ segir í skýrslunni.

AGS beinir því til stjórn­valda að efna­hags­stefnan ætti að beinast að því að tryggja mjúka lendingu, ná verð­bólgu niður í mark­mið og byggja aftur upp við­náms­þrótt í efna­hags­lífinu.

Vinna þarf á­fram að því að styrkja fjár­mála­kerfið til að varð­veita fjár­mála­stöðug­leika en kerfis­um­bætur ættu að auka enn frekar fjöl­breytni efna­hags­lífsins og hraða grænni um­breytingu til að styðja við lang­tíma­hag­vöxt.

Þegar kemur að opin­berum fjár­málum segir að frekari að­gerða sé þörf til að byggja upp við­náms­þrótt.

„Mark­mið stjórn­valda í opin­berum fjár­málum frá og með árinu 2024 eru við­eig­andi, en lík­lega er frekari að­gerða þörf til að ná fram því að­haldi sem fyrir­hugað er til meðal­langs tíma. Hlut­laust að­hald opin­berra fjár­mála, sem spá Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðsins gerir ráð fyrir á þessu ári, er rétt­mætt í ljósi tíma­bundins út­gjalda­þrýstings vegna ný­legrar eld­virkni og minnkandi þenslu í hag­kerfinu,“ segir í skýrslunni.

AGS beinir því enn fremur til stjórn­valda að öllum tekjum um­fram spár ætti að verja í opin­beran sparnað til að styðja við fyrir­hugað að­hald í opin­berum fjár­málum.

„Metnaðar­full mark­mið stjórn­valda í fjár­mála­á­ætlun áranna 2025-29 sam­ræmast stig­vaxandi svig­rúmi opin­berra fjár­mála til að búa sig undir fram­tíðar­á­föll. Til að ná settum mark­miðum gæti þurft að­halds­ráð­stafanir sem nema 1,0–1,5 prósentum af lands­fram­leiðslu á næstu fimm árum, sumar þeirra eru þegar í fjár­mála­á­ætlun en hafa hvorki verið skil­greindar né fram­kvæmdar. Í þessu sam­bandi gætu stjórn­völd í­hugað: (i) að fækka vörum og þjónustu sem skatt­lögð eru í lægra þrepi virðis­auka­skatts, (ii) að draga úr skatta­styrkjum, (iii) að auka skatt­lagningu á sölu­hagnað af fast­eignum sem fólk á ekki lög­heimili í (e. second ho­mes) og fast­eignum sem keyptar eru í fjár­festingar­skyni (e. invest­ment properties), og (iv) að snúa við aukningu raun­út­gjalda­vaxtar miðað við fjár­mála­á­ætlun 2023-27,“ segir í skýrslunni.