Nýsköpunarfyrirtækið Alor, sem sérhæfir sig í rafhlöðurannsóknum, og Netpartar, umhverfisvæn endurvinnsla bifreiða, hafa gert með sér samkomulag um endurnýtingu á notuðum rafbílarafhlöðum.

Samningurinn er gerður í tengslum við tveggja ára rannsóknarverkefni Alor sem snýr að því að nýta rafhlöðurnar til að útfæra svokallaðar blendingsrafstöðvar (e. hybrid) sem eru knúnar af jarðefnaeldsneyti.

Nýsköpunarfyrirtækið Alor, sem sérhæfir sig í rafhlöðurannsóknum, og Netpartar, umhverfisvæn endurvinnsla bifreiða, hafa gert með sér samkomulag um endurnýtingu á notuðum rafbílarafhlöðum.

Samningurinn er gerður í tengslum við tveggja ára rannsóknarverkefni Alor sem snýr að því að nýta rafhlöðurnar til að útfæra svokallaðar blendingsrafstöðvar (e. hybrid) sem eru knúnar af jarðefnaeldsneyti.

„Flestar varaflsstöðvar hér á landi eru eingöngu knúnar af olíu en með því að bæta rafhlöðum við þær er hægt að minnka olíunotkun sem hjálpar til við að ná markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda,” segir Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastýra Alor.

Við blendingsrafstöðina má tengja sólarsellur og litlar vindtúrbínur og þar með framleiða rafmagn með sjálfbærari og hagkvæmari hætti. Netpartar hafa um árabil tekið á móti og geymt notaðar rafbílarafhlöður og tóku meðal annars þátt í norræna rannsóknaverkefninu PROACTIVE.

„Mikið af orku má enn geyma í rafbílarafhlöðu þó að hún geti ekki lengur þjónustað rafbílinn, auk þess þá inniheldur hún fágæta og verðmæta málma,“ segir Aðalheiður Jacobsen, framkvæmdastjóri Netparta.