Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,4% í 1,6 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Alvotech hækkaði mest af félögum Kauphallarinnar eða um 5,4% í 340 milljóna króna veltu. Gengi Alvotech stóð í 1.750 krónum á hlut við lokun Kauphallarinnar og hefur ekki verið hærra frá því í lok mars síðastliðnum.

Reitir fasteignafélag hækkaði tæp 4%, næst mest af félögum Kauphallarinnar, í 160 milljóna velt. Gengi fasteignafélagsins stendur nú í 79 krónum á hlut.

Fimm félög aðalmarkaðarins lækkuðu um meira en eitt prósent en velta með bréf umræddra félaga var mjög lítil. Íslandsbanki lækkaði mest af félögum Kauphallarinnar eða um 2% í 30 milljóna viðskiptum. Gengi bankans stendur nú í 100,5 krónum á hlut.