Gengi Alvotech lækkaði um 6,61% við lokun Kauphallarinnar í dag. Hlutabréfaverð félagsins er nú 1.060 krónur á hvern hlut og hefur ekki verið það lágt síðan 7. desember 2022.

Hlutabréf Alvotech tóku mikla dýfu snemma í apríl á þessu ári þegar bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) ákvað að veita félaginu ekki markaðsleyfi á líftæknihliðstæðu Humira, AVT02.

Marel lækkaði einnig um 4,26% og nam velta félagsins 601 milljónir króna. Gengi Marel hefur verið á hægri uppleið en hlutabréf fyrirtækisins hafa lækkað töluvert frá því byrjun mánaðarins.

Úrvalsvísitalan lækkaði meðal annars um 2,20% og lækkaði gengi Símans um 1,89%, Hagar um 1,52% og Icelandair um 0,81%.