Málm­leitar­fé­lagið Amaroq, sem heldur á víð­tækum námu­vinnslu­réttindum í Græn­landi, hefur fundið um­tals­vert magn nikkels og kopars við leit í Stenda­len í Suður-Græn­landi.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu er um að ræða 140 m þykkt lag af því sem er kallað „dis­semina­ted“ kviku­súlfíð sem inni­heldur kopar, nikkel og kóbalt í gríðar­lega stóru inn­skoti í til­rauna­bor­holu í Stenda­len.

Málm­leitar­fé­lagið Amaroq, sem heldur á víð­tækum námu­vinnslu­réttindum í Græn­landi, hefur fundið um­tals­vert magn nikkels og kopars við leit í Stenda­len í Suður-Græn­landi.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu er um að ræða 140 m þykkt lag af því sem er kallað „dis­semina­ted“ kviku­súlfíð sem inni­heldur kopar, nikkel og kóbalt í gríðar­lega stóru inn­skoti í til­rauna­bor­holu í Stenda­len.

„Fundur á borð við þann sem átti sér stað í Stenda­len er af­rakstur margra ára vinnu jarð­fræði­teymis Amaroq og ber vitni um þá miklu trú sem við höfum haft á þeim tæki­færum sem Suður-Græn­land býður upp á. Mikil­vægi þess að finna kopar og nikkel, sem eru afar nauð­syn­legir málmar fyrir orku­skipti, í landi sem er jafn vel stað­sett, verður ekki undir­strikað nægi­lega vel. Þessar fyrstu niður­stöður gera það að verkum að við getum nú sett enn meiri kraft í verk­efnið, sem nú þegar er að fullu fjár­magnað næstu ár,“ segir Eldur Ólafs­son for­stjóri Amaroq.

Sam­kvæmt fé­laginu hefur súl­fíða­hlut­fallið hingað til verið í lægri kantinum og dreift. Amaroq mun nota niður­stöðurnar til að sækja enn frekar í þann hluta sem búist er við að sé þéttara.

„Jarð­fræði­rann­sóknir sýna fram á hvar aðal­svæðið er og mun fyrir­tækið ein­beita sér að því á árinu. Mikil­vægt er að horfa til þess að sam­setningin, svo sem magn og á­ferð, bendi til að hún sé sam­bæri­leg við bestu nikkel-kopar­námur í heiminum. Magnið af nikkeli, kopari og kóbalti innan súl­fíðanna virðist gríðar­lega hátt eða um 3-5% nikkel/kopar sem sýnir gæði Stenda­len-svæðisins,“ segir í Kaup­hallar­til­kynningu.

Til­rauna­borun Amaroq sem hófst í fyrra var sú fyrsta á svæði sem er um 6 km í þver­mál og því er mögu­legt að í Stenda­len finnist fjöl­mörg önnur verð­mæt málm­grýtis­svæði.

Fé­lagið segir að fundurinn stað­festi enn þau miklu tæki­færi sem Suður-Græn­land bjóði upp á.

„Jarð­fræði­teymi okkar lagði fram tíma­móta­spár í kjöl­far ná­kvæmra rann­sókna á Suður-Græn­landi og ég er afar þakk­látur stjórnum Amaroq og sam­starfs­fé­lagsins Gardaq JV fyrir að hafa trú á rann­sóknum okkar og heimila okkur gera þær. Niður­stöðurnar fara fram úr okkar björtustu vonum. Jafn­vel þótt málm­hlut­fallið sé til­tölu­lega lágt eru eigin­leikar bergsins þannig að út­lit er fyrir að þarna gæti fundist mjög hátt hlut­fall af nikkeli, kopari og kóbalti sem lík­legt er að sverji sig í ætt við stærstu há­gæða nikkel-kopar­námur líkt og í Talnakh (Nor­il’sk), Sudbury og Vois­ey’s Bay. Að auki benda niður­stöður til að há­gæða málmar finnist á svæðinu, sem er megin­mark­mið rann­sókna ársins. Þetta er að­eins upp­hafið að því sem koma skal í Stenda­len, fram undan eru frekari jarð­fræði­rann­sóknir og til­rauna­boranir. Góður árangur verk­efnisins eykur veru­lega líkurnar á að finna fleiri tegundir verð­mætra málma á svæðum Amaroq og stað­festir þau miklu tæki­færi sem eru á Suður-Græn­landi,” segir James Gil­bert­son, að­stoðar­for­stjóri rann­sókna hjá Amaroq.