Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur tilkynnt að það muni nú bjóða bandarískum viðskiptavinum sínum að versla bíla á vefsíðunni sinni frá og með næsta ári.

Úrvalið verður takmarkað við Hyundai-bíla til að byrja með en búist er við því að starfsemin muni stækka með komandi árum.

Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur tilkynnt að það muni nú bjóða bandarískum viðskiptavinum sínum að versla bíla á vefsíðunni sinni frá og með næsta ári.

Úrvalið verður takmarkað við Hyundai-bíla til að byrja með en búist er við því að starfsemin muni stækka með komandi árum.

Bílasala á netinu er enn mjög lítil þegar litið er á allan bílamarkaðinn, en mikil aukning átti sér stað þegar heimsfaraldur skall á og fóru þá viðskiptavinir loks að átta sig á því að netverslun á bílum gæti orðið að veruleika.

„Það er vissulega stór og jafnframt stækkandi hluti þjóðarinnar sem treystir Amazon og aðrar netverslanir og hefur kannski engan áhuga á að eiga samskipti við aðra manneskju þegar þeir eru að kaupa sér bíl,“ segir Alan Haig, forseti bílaráðgjafaþjónustunnar Haig Partnership.

Amazon byrjaði fyrst sem netbóksali árið 1994 en hefur síðan þá breyst í stærstu netverslun heims sem selur tölvur, föt og mat.

„Viðskiptavinir munu geta leitað til Amazon til að kaupa sér bíla og munu þar á meðal geta valið sér gerð, klæðningu, lit og aðra eiginleika. Að lokum verður hægt að velja greiðslumáta og fjármögnunarmöguleika,“ segir í tilkynningu frá Amazon.