Yfir­taka olíu­fé­lagsins Diamond­back Ener­gy inc. Sala á Endea­ver Ener­gy Resources er á loka­stigi sam­kvæmt The Wall Street Journal en kaup­verðið er sagt vera um það bil 25 milljarðar Banda­ríkja­dala sem sam­svarar um 3.441 milljörðum ís­lenskra króna.

Sam­kvæmt heimildar­mönnum WSJ er von á því að sam­runa­við­ræðunum ljúki í dag en kaup­verðið er greitt að hluta til með reiðu­fé á­samt hluta­bréfum í sam­einaða fé­laginu en hlut­hafar Diamond­back verða meiri­hluta­eig­endur.

Olíu­fé­lögin tvö sér­hæfa sig í að fram­leiða olíu úr leir­steini og verður hið sam­einaða fé­lag eitt það stærsta sinnar tegundar.

Mikil sam­þjöppun hefur orðið meðal olíu­fé­laga á síðustu mánuðum en olíurisarnir vestan­hafs hafa sér­stak­lega verið að horfa til þess að stækka í gegnum sam­runa og yfir­tökur eftir met­hagnað síðustu ár.

Olíu­risinn Exxon Mobil keypti í haust Pioneer Natur­al Resources sem sér­hæfir sig í vökva­broti (e. fracking) fyrir um 60 milljarða Banda­ríkja­dali.

Sam­runinn var sá stærsti á olíu­markaði síðan Exxon og Mobil runnu saman árið 1999.

Skömmu síðar var til­kynnt að banda­ríski olíu­risinn Chevron væri að ganga frá kaupum á öllu hluta­fé olíu­fyrir­tækinu Hess í skiptum fyrir út­gefið hluta­fjár í sam­einuðu fé­lagi að and­virði 53 milljarða dala.