Samkvæmt fréttamiðlinum Wall Street Journal stefnir Apple að því að framleiða meira en 50 milljónir iPhone-síma á Indlandi árlega á næstu tveimur til þremur árum. Tugir milljónir eintaka verða svo framleiddir ofan á það eftir því sem líður á árin.

Ef þessar áætlanir standast mun fjórðungur af allri framleiðslu iPhone-síma eiga sér stað á Indlandi fyrir lok áratugarins. Kína verður þó áfram stærsta framleiðsluland Apple.

Samkvæmt fréttamiðlinum Wall Street Journal stefnir Apple að því að framleiða meira en 50 milljónir iPhone-síma á Indlandi árlega á næstu tveimur til þremur árum. Tugir milljónir eintaka verða svo framleiddir ofan á það eftir því sem líður á árin.

Ef þessar áætlanir standast mun fjórðungur af allri framleiðslu iPhone-síma eiga sér stað á Indlandi fyrir lok áratugarins. Kína verður þó áfram stærsta framleiðsluland Apple.

Fyrirtækið hefur smám saman aukið traust sitt á Indlandi á undanförnum árum þrátt fyrir ýmsar áskoranir, þar á meðal ótrausta innviði og viðskiptahamlandi reglugerðir. Verkalýðsfélög á Indlandi hafa einnig mótmælt 12-klukkustunda vinnudegi, sem birgjar Apple reiða sig mikið á á háannatímum.

Taívanska fyrirtækið Foxconn er stærsti birgir Apple og segir fyrirtækið að fyrsta sóknin á Indlandi hafi gengið vel og að verið sé nú að leggja grunn að frekari stækkun.

Apple hefur orðið frekar frægt sem dæmi um fyrirtæki sem vill ekki vera of háð framleiðslu í Kína og leitast nú við að færa starfsemi sína annað. Pólitísk samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa einnig súrnað og er tækniheimurinn mjög áberandi í ádeilu þessara ríkja.

Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi Foxconn-verksmiðjunnar, sem er nú í byggingu í Karnataka-fylki í suðurhluta Indlandi, verði orðið starfrækt í apríl á næsta ári og muni framleiða hátt í 20 milljónir farsíma árlega.

Apple hefur einnig valið Indland sem framleiðsluland fyrir minna þróaðri iPhone síma sem seldir verða árið 2025. Á þessu stigi vinnur Apple-teymið á Indlandi við að hanna og þróa þessa nýju síma en hingað til hafði öll slík vinna farið fram í Kína.