Ariel Invest­ments hefur keypt ráðandi hlut í banda­ríska fjöl­miðla­fyrir­tækinu My Code af Falfurrias Capi­tal Partners.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er My Code, sem gefur út dagblöðin El Diaro og La Opini­ón á spænsku, metið á 400 milljónir Banda­ríkja­dala í við­skiptunum, sem sam­svarar um 55 milljörðum króna.

Falfurrias, stofn­fjár­festar og nú­verandi stjórn fé­lagsins mun á­fram halda minni­hluta­eign í fé­laginu en Ariel er að kaupa um 60% hlut.

Ariel kaupir fé­lagið í gegnum ný­stofnaðan 1,45 milljarða dala fjár­festinga­sjóð sem hefur það að mark­miði að fjár­festa í fyrir­tækjum í eigu minni­hluta­hópa.

My Code var stofnað í Kali­forníu árið 2015 og hefur átt stóran þátt í að hjálpa banda­rískum aug­lýs­endum að ná til fólks af rómönskum upp­runa.

Á­samt dag­blöðunum tveimur á fé­lagið vef­miðilinn sem streymis­þjónustuna Buta­ca TV svo dæmi séu tekin.