Arion banki verður ekki lengur rekstraraðili gjaldeyrisþjónustu á Keflavíkurflugvelli frá og með 1. febrúar næstkomandi. Í tilkynningu segist Arion, sem hefur verið með starfsemi á Keflavíkurflugvelli síðan 2016, hafa sent inn metnaðarfullt tilboð í útboði Isavia en annar rekstraraðili orðið hlutskarpari.

Arion banki verður ekki lengur rekstraraðili gjaldeyrisþjónustu á Keflavíkurflugvelli frá og með 1. febrúar næstkomandi. Í tilkynningu segist Arion, sem hefur verið með starfsemi á Keflavíkurflugvelli síðan 2016, hafa sent inn metnaðarfullt tilboð í útboði Isavia en annar rekstraraðili orðið hlutskarpari.

Isavia hefur ekki enn tilkynnt um niðurstöðu útboðsins. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, kvaðst ekki vera með upplýsingar um niðurstöðu útboðsins þegar Viðskiptablaðið heyrði í honum. Tilkynning frá Isavia væri sennilega væntanleg innan tíðar.

Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, staðfesti í samtali við Viðskiptablaðið að Íslandsbanki sé ekki að taka við gjaldeyrisþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Landsbankinn staðfestir í svari við fyrirspurn blaðsins að hann sé ekki að taka við keflinu.

Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt eftir að Isavia tilkynnti að ChangeGroup hafi verið hlutskarpast í útboðinu.