Hluta­bréf bresku net­verslunarinnar Asos hafa lækkað um 46% síðast­liðna sex mánuði og bætti árs­hluta­upp­gjör fyrir­tækisins í gær gráu ofan á svart.

Sölu­tekjur fé­lagsins hafa verið að dragast saman á árinu en þær lækkuðu um 15% á öðrum árs­fjórðungi í saman­burði við sama tíma­bil í fyrra.

Asos keypti vöru­merkin Tops­hop, Top­man og Miss Sel­frid­ge úr þrota­búi Ar­ca­dia veldis Philip Green fyrir 330 milljónir punda í fyrra.

Hluta­bréf bresku net­verslunarinnar Asos hafa lækkað um 46% síðast­liðna sex mánuði og bætti árs­hluta­upp­gjör fyrir­tækisins í gær gráu ofan á svart.

Sölu­tekjur fé­lagsins hafa verið að dragast saman á árinu en þær lækkuðu um 15% á öðrum árs­fjórðungi í saman­burði við sama tíma­bil í fyrra.

Asos keypti vöru­merkin Tops­hop, Top­man og Miss Sel­frid­ge úr þrota­búi Ar­ca­dia veldis Philip Green fyrir 330 milljónir punda í fyrra.

Asos segir í upp­gjöri að slæmar sölu­tekjur í verslunum mætti rekja til mikillar úr­komu í júlí­mánuði en fata­sala fyrir­tækisins dróst enn meira saman með haustinu.

Af­komu­spá fyrir­tækisins var færð niður fyrir árið og er reiknað með 40 til 60 milljón punda af­komu fyrir árið.

Gengi fata­verslunar­risans féll um 5% eftir upp­gjörið í gær en tók ör­lítið við sér í Kaup­höllinni í Lundúnum í dag og hækkaði um 1,65%.

Gengið stendur í rúmum 38 pundum en stóð í tæpum 100 pundum fyrr á árinu.