Hlutabréf bresku netverslunarinnar Asos hafa lækkað um 46% síðastliðna sex mánuði og bætti árshlutauppgjör fyrirtækisins í gær gráu ofan á svart.
Sölutekjur félagsins hafa verið að dragast saman á árinu en þær lækkuðu um 15% á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra.
Asos keypti vörumerkin Topshop, Topman og Miss Selfridge úr þrotabúi Arcadia veldis Philip Green fyrir 330 milljónir punda í fyrra.
Asos segir í uppgjöri að slæmar sölutekjur í verslunum mætti rekja til mikillar úrkomu í júlímánuði en fatasala fyrirtækisins dróst enn meira saman með haustinu.
Afkomuspá fyrirtækisins var færð niður fyrir árið og er reiknað með 40 til 60 milljón punda afkomu fyrir árið.
Gengi fataverslunarrisans féll um 5% eftir uppgjörið í gær en tók örlítið við sér í Kauphöllinni í Lundúnum í dag og hækkaði um 1,65%.
Gengið stendur í rúmum 38 pundum en stóð í tæpum 100 pundum fyrr á árinu.