Ríkis­út­varpið ohf. (RÚV) til­kynnti í gær að kvöld­fréttirnar myndu færast frá klukkan 19 til 21 í sumar til að lág­marka rask á út­sendingum frá úr­slitum Evrópu­móts karla í knatt­spyrnu og Ólympíu­leikunum í París.

Strax í kjöl­farið skapaðist um­ræða um að á­kvörðunin tengdist aug­lýsinga­tekjum stofnunarinnar en Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri segir það af og frá.

Í svari út­varps­stjóra við fyrir­spurn Við­skipta­blaðsins segir hann að vin­sældir í­þrótta­við­burðanna sé megin­á­stæðan fyrir tilfærslunni en RÚV á­ætlar að aug­lýsinga­tekjur af EM og ÓL í sumar verði í kringum 100 milljónir króna.

Ríkis­út­varpið ohf. (RÚV) til­kynnti í gær að kvöld­fréttirnar myndu færast frá klukkan 19 til 21 í sumar til að lág­marka rask á út­sendingum frá úr­slitum Evrópu­móts karla í knatt­spyrnu og Ólympíu­leikunum í París.

Strax í kjöl­farið skapaðist um­ræða um að á­kvörðunin tengdist aug­lýsinga­tekjum stofnunarinnar en Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri segir það af og frá.

Í svari út­varps­stjóra við fyrir­spurn Við­skipta­blaðsins segir hann að vin­sældir í­þrótta­við­burðanna sé megin­á­stæðan fyrir tilfærslunni en RÚV á­ætlar að aug­lýsinga­tekjur af EM og ÓL í sumar verði í kringum 100 milljónir króna.

„Úr­slita­keppni EM karla í fót­bolta sem og Ólympíu­leikarnir eru við­burðir af þeirri stærðar­gráðu þegar kemur að á­horfi að þeir eru sýndir á aðal­rás RÚV og við­eig­andi til­færslur gerðar á fastri dag­skrá eins og frétta­tímum þannig að skörun þar á milli verði sem minnst, líkt og áður hefur verið gert hjá RÚV af sama til­efni. Á­stæðan er sú að þessir við­burðir fá mikið á­horf og m.a. af til­lits­semi við þá sem vilja einnig fylgjast með fréttum í línu­legri dag­skrá hliðrum við tíma­setningu fréttanna til meðan á þessu stendur,“ segir Stefán Ei­ríks­son.

„Sala aug­lýsinga hefur ekkert með þessa á­kvörðun að gera. Í­þrótta­við­burðir af þessari stærðar­gráðu eru á hverju ári með allra vin­sælasta efni í sjón­varpi og fer á­horf oft vel yfir 40-50%, sem er megin­á­stæðan fyrir þessum breytingum eins og áður sagði. Aug­lýsinga­tekjur af EM og ÓL verða væntan­lega eitt­hvað í kringum 100 m.kr. sam­kvæmt upp­lýsingum frá RÚV sölu,“ segir Stefán Ei­ríks­son.

Unnið að því að minnka umsvif

Lilja Al­freðs­dóttir, menningar- og við­skipta­ráð­herra, kynnti í upp­hafi árs nýjan þjónustu­samning við RÚV sem gildir í fjögur ár.

Í við­auka við þjónustu­samninginn er yfir­lýsing Lilju og Stefáns Ei­ríks­sonar út­varps­stjóra þar sem segir að unnið verði að því að minnka um­svif Ríkis­út­varpsins á sam­keppnis­markaði á samnings­tímanum.

„Unnið verður að því á gildis­tíma samningsins að minnka um­svif Ríkis­út­varpsins á sam­keppnis­markaði, t.d. með frekari tak­mörkunum á birtingu við­skipta­boða og/eða með því að breyta eðli og um­fangi aug­lýsinga­sölu. Unnið verður að út­færslu staf­rænna lausna sem gera við­skipta­vinum kleift að panta aug­lýsingar á netinu,“ segir í yfir­lýsingunni.

Í lok janúar greindi Við­skipta­blaðið frá því að stjórn­endur Ríkis­út­varpsins gera ráð fyrir að aug­lýsinga­tekjur aukist mikið á árinu, þvert á mark­mið nýs þjónustu­samnings.

Stjórn Ríkis­út­varpsins fjallaði meðal annars um fjár­hags­á­ætlun ársins 2024 á fundi sínum í árs­byrjun en í fundar­gerð kemur fram að á­ætlanir geri ráð fyrir að tekjur af aug­lýsinga­sölu muni aukast um 17,4% á þessu ári.