Olís og N1 hafa undirritað viljayfirlýsingu við Landsvirkjun og Linde um samstarf í uppbyggingu virðiskeðju græns vetnis á Íslandi. Markmiðið er að gera vetni að raunhæfum kosti í samgöngum á Íslandi, ekki síst er varðar vörudreifingu, þungaflutninga og stærri farartæki, þar sem bein rafvæðing hentar síður.

Olís og N1 hafa undirritað viljayfirlýsingu við Landsvirkjun og Linde um samstarf í uppbyggingu virðiskeðju græns vetnis á Íslandi. Markmiðið er að gera vetni að raunhæfum kosti í samgöngum á Íslandi, ekki síst er varðar vörudreifingu, þungaflutninga og stærri farartæki, þar sem bein rafvæðing hentar síður.

Landsvirkjun og Linde vinna að orkuskiptum með þróun grænna vetnis- og rafeldsneytisverkefna og tilkynntu í apríl sl. um formlegt samstarf tengt því. Þá stefna Landsvirkjun og Linde sameiginlega að stofnun sérstaks félags sem mun framleiða vetni og annast heildsölu þess.

Samhliða tæknilegum undirbúningi vetnisframleiðslu hafa fyrirtækin tvö verið í nánu samtali við ýmsa hagaðila á Íslandi til að undirbúa orkuskipti með vetni. Sem fyrr segir hefur nú verið undirritað viljayfirlýsinga, við N1 annars vegar og Olís hins vegar.

„Olís hefur ávallt verið í farabroddi þegar kemur að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Að taka þátt í þessu verkefni með Landsvirkjun og Linde er í senn mikilvægt og spennandi skref til framþróunar í orkuskiptum á Íslandi. Olís sér vetni og rafeldsneytis sem mikilvæga orkugjafa til framtíðar fyrir viðskiptavini sína,“ segir Stefán Karl Segatta, sviðstjóri fyrirtækjasviðs Olís.

„Það er ánægjuefni fyrir okkur hjá N1 að vera þátttakandi í jafn spennandi verkefni. Fyrirtækið býr að sterkum innviðum sem munu vafalaust nýtast Landsvirkjun, Linde og viðskiptavinum okkar vel á leið sinni í átt að grænni samgöngum á Íslandi. Orkuskipti eru hagsmunamál okkar allra og N1 lætur ekki sitt eftir liggja, nú sem hingað til,“ segir Ýmir Örn Finnbogason, framkvæmdastjóri N1.