Castello, sem heldur úti þremur pítastöðum á höfuðborgarsvæðinu, skilaði 9,5 milljóna króna hagnaði á árinu 2022 samanborið við 5,5 milljóna hagnað árið 2021.

Velta félagsins jókst um 19% á milli ára og nam 134 milljónum. Þá námu rekstrargjöld 120 milljónum króna á árinu. Laun og launatengd gjöld voru 55 milljónir en 16-18 starfsmenn störfuðu hjá félaginu á árinu.

Castello er með útibú á Dalvegi 2 í Kópavogi, Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og haustið 2020 opnaði fyrirtækið pítsastað að Lágmúla 7.

Eignir voru bókfærðar á 83 milljónir króna í lok árs 2022. Eigið fé félagsins nam 44 milljónum króna. Bræðurnir Armend Zogaj og Dardan Zogaj eiga fyrirtækið til helminga.

Castello ehf.

2022 2021
Rekstrartekjur 134 112
Eignir 83 74
Eigið fé 44 34
Hagnaður 9,5 5,5
Lykiltölur í milljónum króna.