Hluta­bréfa­sjóðir í Banda­ríkjunum áttu á­gætis nóvember­mánuð eftir þrjá dræma mánuði í röð. Meðal­á­vöxtun hluta­bréfa­sjóða nam 9,1% í mánuðinum sam­kvæmt gögnum Refinitiv Lipper en The Wall Street Journal greinir frá. Meðal­tals­á­vöxtun á árinu er nú kominn upp í 13,4%.

Sam­kvæmt WSJ stefnir í á­gætis desem­ber­mánuð fyrir hluta­bréfa­sjóði en það var talið afar ó­lík­legt fyrir þremur vikum síðan.

Á­kvörðun peninga­stefnu­nefndar banda­ríska seðla­bankans að halda vöxtum ó­breyttum er sögð megin­á­stæða þess að hluta­bréf og hluta­bréfa­sjóðir tóku við sér í nóvember.

Enn og aftur eru tækni­fyrir­tækin að leiða hækkanir á markaði en Nas­daq vísi­talan, þar sem tækni­fyrir­tækin eru þunga­miðjan, hefur hækkað um 37% á árinu.

Sem dæmi hækkaði hluta­bréfa­sjóður Lipper, sem fjár­festir mest­megnis í stórum tækni­fyrir­tækjum, um 11% í nóvember og stendur árs­á­vöxtun sjóðsins í 34%.

Al­þjóð­legir hluta­bréfa­sjóðir hækkuðu að meðal­tali um 8,6% í nóvember og stendur meðal­tals árs­á­vöxtun í 10,8% í ár.

Þrjár helstu hluta­bréfa­vísi­tölur Banda­ríkjanna hækkuðu allar um meira en 8% í mánuðinum. Nas­daq vísi­talan hækkaði um 10,7% og S&P 500 vísi­talan hækkaði um 8,9%.

Dow Jones Jones vísi­talan hækkaði um 8,8% í nóvember­mánuði en það mun vera mesta mánaðar­leg hækkun vísi­tölunnar síðan í janúar 2022.

Á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa til tíu ára lækkaði á sama tíma og fór niður í 4,349% undir lok mánaðar en krafan var yfir 5% í lok októ­ber.