Samkvæmt fréttaflutningi CNBC eru Bandaríkjamenn í síauknum mæli farnir að velja lestir fram yfir flugvélar þegar kemur að ferðalögum innanlands. Bandaríska lestarfyrirtækið Amtrak hefur séð mikla aukningu í miðasölu, sérstaklega milli borga í norðausturhluta Bandaríkjanna.

Fyrir marga eru ástæðurnar einfaldar en lestarmiðar eru gjarnan ódýrari, sætin hafa meira rými og eru lestir þar að auki umhverfisvænni.

Samkvæmt fréttaflutningi CNBC eru Bandaríkjamenn í síauknum mæli farnir að velja lestir fram yfir flugvélar þegar kemur að ferðalögum innanlands. Bandaríska lestarfyrirtækið Amtrak hefur séð mikla aukningu í miðasölu, sérstaklega milli borga í norðausturhluta Bandaríkjanna.

Fyrir marga eru ástæðurnar einfaldar en lestarmiðar eru gjarnan ódýrari, sætin hafa meira rými og eru lestir þar að auki umhverfisvænni.

Þegar byrjað var að aflétta takmörkunum eftir heimsfaraldur fóru flugmiðar að hækka í verði samhliða vaxandi eftirspurn. Ofan á það er aukin óvissa með öryggi flugferða í ljósi undanfarinna atvika með Alaska Airlines og rannsókn flugmálayfirvalda á Boeing í kjölfarið.

Clint Henderson, ritstjóri ferðasíðunnar The Points Gaur, segir einnig að þrátt fyrir að ferðatími lesta sé talsvert lengri en hjá flugvélum, þá sé heildarferðatíminn svipaður þegar bílferðin út á völl, biðtíminn í öryggisleit og biðtíminn um borð er tekinn með í myndina.

„Við höfum gert hraðapróf og mælt þann tíma sem það tekur að fara á milli borga eins og New York og Washington D.C. í lest miðað við flugvél. Þó að flugið sé mjög stutt þá tekur það yfirleitt svipaðan tíma.“

Leanor Grave er einn þeirra farþega sem ferðast mikið með lest en hann býr í New York og ferðast oft til Washington D.C. Hann segist mun hrifnari af lestum þar sem stöðvarnar eru vanalega staðsettar í miðri borginni, öfugt við flugvelli sem eru oft langt fyrir utan borgina.

„Ef lestir væru hraðari og með fleiri áfangastaði þá myndi ég aldrei fljúga innanlands. Þetta er svo þægilegur ferðamáti og mér finnst miklu skemmtilegra í lestinni. Þú getur staðið upp, gengið um, teygt fæturna og farið inn í matarbílinn. Þér líður bara eins og þú sért jarðtengdur,“ segir Leanor.