Hollywood leikkonan Drew Barrymore hefur sett sveitasetur sitt í Hamptons á sölu en uppsett verð setursins nemur tæplega 8,5 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur um 1,2 milljörðum króna.

Barrymore festi kaup á 1,7 hektara sveitasetrinu árið 2019 á 5,5 milljónir dala og réðst í miklar endurbætur á eigninni.

Húsið var upphaflega reist árið 1920. Það samanstendur m.a. af sjö svefnherbergjum og sex baðherbergjum.