Forsvarsmenn Ísfélags hf. standa fyrir opnum kynningarfundi vegna hlutafjárútboðs útgerðarfélagsins, sem nú stendur yfir, í höfuðstöðvum Arion banka kl. 10 í dag. Honum verður streymt beint og geta áhugasamir fylgst með streyminum beint hér að neðan.

Forsvarsmenn Ísfélags hf. standa fyrir opnum kynningarfundi vegna hlutafjárútboðs útgerðarfélagsins, sem nú stendur yfir, í höfuðstöðvum Arion banka kl. 10 í dag. Honum verður streymt beint og geta áhugasamir fylgst með streyminum beint hér að neðan.

Almennt hlutafjárútboð Ísfélagsins, í aðdraganda skráninga útgerðarfélagsins á aðalmarkað Kauphallarinnar, hófst í 23. nóvember og lýkur 1. desember næstkomandi. Til stendur að selja 118,9 milljónir hluta, eða um 14,5% eignarhlut, í Ísfélaginu fyrir í það minnsta 16 milljarða króna.

Áformað er að hlutabréf Ísfélagsins verða tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar þann 8. desember næstkomandi.