Jeff Bezos stofnandi Amazon og annar ríkasti maður heims gagnrýndi í dag Joe Biden forseta Bandaríkjanna fyrir að reyna að hlutast til um verðlagningu á bensínmarkaði.

Biden tísti í dag á Twitter og sagði bensínsölum að nú væru stríðstímar og þeir ættu að lækka álagningu.

Bezos sagði í sínu tísti að verðbólga væri mun stærra vandamál en svo að Hvíta húsið gæti leyft sér að senda skilaboð sem þessi frá sér. Annað hvort væri þettta hrein og klár afvegaleiðing hjá forsetanum, eða grundvallarmisskilningur á því hvernig markaðir virka.