Joe Biden Bandaríkjaforseti skipaði sér í lið með um 13 þúsund starfsmönnum þriggja stærstu bílaframleiðenda þar í landi sem hófu verkfallsaðgerðir í lok síðustu viku.

Kjarasamningar starfsmannanna við General Motors, Ford og Stellantis runnu út á fimmtudag og ekki hefur enn tekist að gera nýja, en stéttarfélag starfsmanna bílaframleiðenda (e. United Auto Workers union) hefur farið fram á 40% launahækkun yfir fjögurra ára tímabil auk annarra krafna, en fyrirtækin hafa aðeins boðið helming þess.

Biden sagði á föstudag að „enginn“ vildi sjá verkfallsaðgerðir, en hann hefði samúð með verkafólki. „Verkafólk á skilið sanngjarnan skerf. Fyrirtækin hafa boðið töluverðar hækkanir, en að mínu viti ættu þau að bjóða enn betur til að tryggja að methagnaður fari saman við metsamninga.“

Stéttarfélagið hefur hótað frekari verkföllum, gefi gangur kjaraviðræðna tilefni til, en um 140 þúsund félagsmenn UAW starfa hjá umræddum fyrirtækjum.

Joe Biden Bandaríkjaforseti skipaði sér í lið með um 13 þúsund starfsmönnum þriggja stærstu bílaframleiðenda þar í landi sem hófu verkfallsaðgerðir í lok síðustu viku.

Kjarasamningar starfsmannanna við General Motors, Ford og Stellantis runnu út á fimmtudag og ekki hefur enn tekist að gera nýja, en stéttarfélag starfsmanna bílaframleiðenda (e. United Auto Workers union) hefur farið fram á 40% launahækkun yfir fjögurra ára tímabil auk annarra krafna, en fyrirtækin hafa aðeins boðið helming þess.

Biden sagði á föstudag að „enginn“ vildi sjá verkfallsaðgerðir, en hann hefði samúð með verkafólki. „Verkafólk á skilið sanngjarnan skerf. Fyrirtækin hafa boðið töluverðar hækkanir, en að mínu viti ættu þau að bjóða enn betur til að tryggja að methagnaður fari saman við metsamninga.“

Stéttarfélagið hefur hótað frekari verkföllum, gefi gangur kjaraviðræðna tilefni til, en um 140 þúsund félagsmenn UAW starfa hjá umræddum fyrirtækjum.