Sum af stærstu endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækjum heims eru byrjuð að skipa starfsfólki sínu að nota frelsissíma (e. burner phone) á ferðalögum sínum til Hong Kong. Í umfjöllun Financial Times segir að fyrirmælin varpi ljósi á vaxandi erfiðleika alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa í borginni sem hefur lengi verið talin alþjóðleg fjármálamiðstöð.

Sum af stærstu endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækjum heims eru byrjuð að skipa starfsfólki sínu að nota frelsissíma (e. burner phone) á ferðalögum sínum til Hong Kong. Í umfjöllun Financial Times segir að fyrirmælin varpi ljósi á vaxandi erfiðleika alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa í borginni sem hefur lengi verið talin alþjóðleg fjármálamiðstöð.

Deloitte og KPMG hafa ráðlagt nokkrum af stjórnendum sínum í Bandaríkjunum að notast ekki við venjulegu farsímana sína í Hong Kong, samkvæmt heimildarmönnum FT. Þá eru fjöldi ráðgjafa McKinsey byrjaður að taka með sér annan síma á ferðalögum sínum til héraðsins.

Í umfjölluninni segir að margir stjórnendur séu hikandi við að ferðast til Hong Kong vegna þeirra óþæginda við að skilja tæki og búnað eftir. Umrædd stefna stjórnvalda nær einnig til fólks sem vinnur að verkefnum sem ekki eru talin viðkvæm.

Haft er eftir einum stjórnanda hjá alþjóðlegu ráðgjafarfyrirtæki að fólk forðist nú vinnuferðir til borgarinnar.

Mörg fyrirtæki sem starfa í flugiðnaði eða örflöguframleiðslu hafa í talsverðan tíma farið fram á að starfsfólk taki með sér sérstakan síma og fartölvu á ferðalögum til meginlands Kína vegna öryggisástæðna. Aukin yfirráð kínverskra stjórnvalda yfir Hong Kong hefur haft í för með sér að fyrirtæki eru farin að beita sömu nálgun fyrir ferðalög starfsmanna til fjármálaborgarinnar.