Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill skoða það að selja hluta af eign ríkisins í Isavia. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið sem kom út í morgun.

Hann segir að sala á hlut í Isavia geti skilað ríkinu minnst 50 milljarða króna. Hann sjái fyrir sér að sala gæti farið fram eftir nokkur ár, en ekki er gert ráð fyrir slíkri sölu hjá núverandi ríkissjórn.

„Við gætum losað um 50 milljarða eða meira til innviðauppbyggingar annars staðar á landinu. Þar gætum við verið að horfa til vegasamgangna og hafnarmannvirkja en víða er mikillar fjárfestingar þörf,“ segir Bjarni við Morgunblaðið.