Fyrirtækið Yara International stefnir ásamt samstarfsaðilum á að fyrsta flutningsskipið sem losar nærri ekkert af gróðurhúsalofttegundum muni fara í sína fyrstu sjóferð árið 2026. Norska skipafyrirtækið North Sea Container Line er einnig að baki verkefninu en skipið mun flytja vörur milli Noregs og Þýskalands.

Skipið hefur ekki enn verið byggt en samkvæmt frétt CNN mun það mestmegnis ganga á hreinu ammoníaki, sem ætti að losa 95% minna af koltvísýring (CO2) heldur en venjuleg skip sem knúin eru af jarðefniseldsneyti.

Ýmsar flækjur blasa þó við en deilur eru um hvort eldsneytið sem skipið mun nota verði í raun kolefnishlutlaust. Þá liggur ekki fyrir hver eigi að byggja skipið.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði