Hlutabréf bandaríska bankans First Republic Bank hafa fallið um meira en 60% í fyrstu viðskiptum eftir opnun markaða. Fjárfestar óttast að First Republic, sem er með yfir 200 milljarða dala í eignir, verði fyrir sömu örlögum og Silcon Valley Bank (SVB) og Signature Bank.

First Republic tilkynnti í gær um nýja fjármögnun frá Seðlabanka Bandaríkjanna og JPMorgan Chase. Með hinni nýju fjármögnun segist bankinn vera með 70 milljarða dala í lausafé. Sú fjárhæð inniheldur ekki fjármagn sem bankinn getur sótt í gegnum nýja lánalínu frá seðlabankanum.

„Eigin- og lausafjárstaða First Republic er mjög sterk og eigið fé er áfram vel yfir lögbundnu lágmarki banka,“ sögðu stofnandi og forstjóri First Republic, í tilkynningu.

Hlutabréf bandaríska bankans First Republic Bank hafa fallið um meira en 60% í fyrstu viðskiptum eftir opnun markaða. Fjárfestar óttast að First Republic, sem er með yfir 200 milljarða dala í eignir, verði fyrir sömu örlögum og Silcon Valley Bank (SVB) og Signature Bank.

First Republic tilkynnti í gær um nýja fjármögnun frá Seðlabanka Bandaríkjanna og JPMorgan Chase. Með hinni nýju fjármögnun segist bankinn vera með 70 milljarða dala í lausafé. Sú fjárhæð inniheldur ekki fjármagn sem bankinn getur sótt í gegnum nýja lánalínu frá seðlabankanum.

„Eigin- og lausafjárstaða First Republic er mjög sterk og eigið fé er áfram vel yfir lögbundnu lágmarki banka,“ sögðu stofnandi og forstjóri First Republic, í tilkynningu.

Innspýtingin er sú fyrsta sem meðalstór bandarískur banki hefur tilkynnt um á síðastliðinni viku. Silvergate Capital tilkynnti á miðvikudaginn að hann hygðist vinda ofan af starfsemi sinni og sækja um gjaldþrotaskipti eftir tap á útlánum til viðskiptavina í rafmyntageiranum.

Tryggingarsjóður innistæðueigenda í Bandaríkjunum tók yfir Silicon Valley Bank á föstudaginn eftir bankaáhlaup. Það sama gerðist við New York bankann Signature Bank í gær. Um er að ræða annað og þriðja stærsta fall banka í sögu Bandaríkjanna.

Hlutabréf First Republic höfðu þegar fallið um tæplega 30% á fimmtudaginn og föstudaginn. Fjárfestar höfðu vaxandi áhyggjur af því fyrir helgi að First Republic væri í sambærilegri stöðu og SVB.