Sendlar hjá heimsendingarþjónustum Deliveroo og Uber Eats í Bretlandi munu fara í verkfall á morgun, Valentínusardag, til að krefjast bættra launa og vinnuaðstæðna. Allt að 3.000 sendlar munu leggja niður störf milli 17:00 og 22:00.

Einn af sendlum fyrirtækjanna segir í samtali við BBC að laun þeirra væru fáránleg en Deliveroo heldur því fram að allir sendlar þéni að minnsta kosti lágmarkslaun.

Verkfallið er ætlað að vekja athygli á þeim launum og vinnuskilyrðum sem margir sendlar þurfa að glíma við meðan þeir hjóla um borgir Bretlands að afhenda mat.

Sendlar hjá heimsendingarþjónustum Deliveroo og Uber Eats í Bretlandi munu fara í verkfall á morgun, Valentínusardag, til að krefjast bættra launa og vinnuaðstæðna. Allt að 3.000 sendlar munu leggja niður störf milli 17:00 og 22:00.

Einn af sendlum fyrirtækjanna segir í samtali við BBC að laun þeirra væru fáránleg en Deliveroo heldur því fram að allir sendlar þéni að minnsta kosti lágmarkslaun.

Verkfallið er ætlað að vekja athygli á þeim launum og vinnuskilyrðum sem margir sendlar þurfa að glíma við meðan þeir hjóla um borgir Bretlands að afhenda mat.

„Okkar beiðni er einföld: Við viljum sanngjörn laun fyrir þá vinnu sem við sinnum. Við erum þreytt á því að vera misnotuð og að leggja líf okkar í hættu á hverjum degi. Sendlar þurfa að þola kulda, rigningu og langar vegalengdir fyrir rúmlega £2.80 til £3.15 á tímann. Það er kominn tími á að í okkur heyrist,“ segir aðgerðarhópurinn Delivery Job UK á Instagram-síðu sinni.

Verkfallið nær einnig fyrir utan strendur Bretlands en í Bandaríkjunum munu bílstjórar Uber og Lyft fara einnig í verkfall samdægurs í 10 borgum, þar á meðal stórborgum eins og Chicago og Miami.